Popp Up er nýtt og ferskt fyrirtæki sem hefur ástríðu fyrir því að búa til grípandi síma-efni og tryggir fyrirtækjum sýnileika á miðlum TikTok, Instagram Reels og Facebook.
Fólkið á bakvið Popp Up vinnur einnig með fjölda skapandi einstaklinga sem koma að þjónustunni, þar má nefna tökumenn, klippara, og áhrifavalda.
Við störfum sem náinn hlekkur í markaðsdeildum fyrirtækja og vinnum með auglýsingastofum að góðum árangri á samfélagsmiðlum.
Bókaðu fund, förum yfir landslagið á samfélagsmiðlunum þínum og við kynnum fyrir þér ný tækifæri í efnisgerð þar.